Wrath of gods / Ensk útgáfa
Sumarið 2004 hélt kvikmyndagerðarfólk víða að flestir þó frá Kanada til Íslands að gera kvikmynd við Bjólfskviðu.
Leikstjórinn Sturla Gunnarsson var þess sannfærður að verkið yrði best kvikmyndað á Íslandi. Stuttu eftir komuna fór þó að halla undan fæti: undirbúningur hérlendis reyndist skammt á veg kominn, fjármögnun var í uppnámi, en verst of öllu var að veðrið lék öllum illum látum. Hvað eftir annað þurftu að fresta tökum og brátt fór vosbúðin að reyna á þolrif hópsins. Sturla lét þó engan bilbug á sér finna og barðist fyrir hverjum filmubút. Þessi heimildarmynd Jóns Gústafssonar er svo sannarlega ekki hefðbundin „making of“ mynd þar sem sem kvikmyndin sem um ræðir er lofuð í hvívetna.
Hér er dramað engu minna en í Bjólfskviðu þar sem Sturla og áhöfn hans berjast við að kveða niður hverja óvættina á fætur annarri.
Lengd: 72 mínútur
Tungumál: enska
Engar takmarkanir á svæðum (no region codes)
Texti:
- Íslenskur texti á ensku tali
- Pólskur texti á öllu tali
- Auka senur frá tökustað