Útvegsspilið
Descripción
Útvegsspilið er eitt eftirsóttasta spil í sögu Íslands og hefur verið ófáanlegt um árabil en nú snýr það loksins aftur í upprunalegri útgáfu með viðbótarreglum fyrir þá sem vilja.
Með nýjum skipa- og húsaspjöldum. Í Útvegsspilinu geta tveir til sex tekið þátt í skemmtilegum leik, sem felst í þvi að koma sér upp skipaflota, veiða og vinna afla í eigin vinnslustöðvum og selja á erlendan markað.
En þetta er ekki átakalaust og oft reynir mikið á útsjónarsemi spilamanna því teningurinn ræður ekki gangi mála nema að hluta. Útvegsspilið er óviðjafnanlegt skemmti- og fræðsluspil fyrir unga sem aldna.
Spilið er framleitt að öllu leyti á Íslandi og með handsmíðuðum húsum og skipum.