Omega Childrens / Krakka Omega Chewing Pearls
Omega Childrens / Krakka Omega Chewing Pearls
Omega-3 tyggiperlur eru eins og nafnið gefur til kynna tyggjanlegar perlur sem innihalda Omega-3 fiskiolíu auk D-vítamíns.
Perlurnar eru með góðu ávaxtabragði og henta börnum sérlega vel en einnig þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að nota fljótandi lýsi eða kyngja perlum.
Gerðar hafa verið fjölmargar rannsóknir á áhrifum Omega-3 fitusýra, einkum EPA og DHA,
sem birst hafa í vísindaritum víða um heim og jafnframt er fjallað um jákvæða eiginleika þeirra í fjölmiðlum með reglulegu millibili.
Því hefur meðal annars verið haldið fram að Omega-3 fiskiolía hafi jákvæð áhrif á geðheilsu manna og á hjarta- og æðakerfi og hún dragi úr liðverkjum og morgunstirðleika. Omega-3 fitusýrur hafa mikilvægu
hlutverki að gegna við uppbyggingu heila og miðtaugakerfis og eru
taldar hafa jákvæð áhrif á sjón.
Rannsóknir sýna að börn sem fá nægilegt magn af Omega-3 standa sig
að öllu jöfnu betur í skóla en þau börn sem skortir Omega-3.
Vissir þú að starfandi er hópur sérfræðinga, svokallað D-vítamínráð
(e. Vitamin D Council) þar sem hvatt er til aukinnar inntöku á
D-vítamíni? Á heimasíðu ráðsins www.vitamindcouncil.com er
greint frá hversu mikilvægu hlutverki D-vítamín hefur að gegna
í líkamanum, ekki eingöngu til að stuðla að beinvernd,
heldur er einnig talið að D-vítamínskortur geti haft alvarlegar
afleiðingar á heilsu almennt.
D-vítamín er ekki að finna í mörgum fæðutegundum og því þarf að
huga sérstaklega að inntöku þess.
Hver Omega-3 tyggiperla inniheldur 2,5 µg (50% RDS*) af D-vítamíni.