Ólafur Jóhann Ólafsson / Snjór í paradís
Descripción
Ólafur Jóhann Ólafsson / Snjór í paradís
ONLY IN ICELANDIC
Meginstef þessarar áhrifamiklu bókar eru nánustu sambönd fólks; hjóna, foreldra og barna, elskhuga og vina; og hvernig hið leyndasta í lífi sérhvers manns, það sem hugur einn veit, getur breytt öllu komi það upp á yfirborðið.Í bókinni er fjallað um ástríður og þráhyggju, djúpa ást í meinum og fengist við þær tilvistarspurningar sem allir glíma við: Er ást skilyrðislaus eða hvar liggja mörkin? Hversu lengi getur fortíðin komið í bakið á okkur? Skipta blóðbönd máli?
Ólafur Jóhann Ólafsson hefur lengi verið einn ástsælasti rihöfundur þjóðarinnar og hafa bækur hans hrifið lesendur heima og erlendis. Baltasar Kormákur vinnur nú að kvikmynd eftir skáldsögu hans, Snertingu sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Ráðgert er að frumsýna myndina árið 2024. Ólafur Jóhann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006, O. Henry verðlaunin árið 2008 og hefur auk þess hlotið tilnefningu til IMPACverðlaunanna og Frank OConnorverðlaunanna.
The main theme of this moving book is people's closest relationships; couples, parents and children, lovers and friends; and how the most secret thing in every person's life, what only the mind knows, can change everything when it comes to the surface. The book deals with passions and obsessions, deep love in pain and deals with the existential questions that everyone struggles with: Is love unconditional or where are the limits? How long can the past be behind us? Do blood ties matter?
Ólafur Jóhann Ólafsson has long been one of the nation's most beloved writers, and his books have impressed readers at home and abroad. Baltasar Kormákur is currently working on a film based on his novel, Snertingu, which was nominated for the Icelandic Literature Prize. The film is scheduled to premiere in 2024. Ólafur Jóhann won the Icelandic Literature Prize in 2006, the O. Henry Prize in 2008 and has also been nominated for the IMPAC Prize and the Frank O'Connor Prize.