Stafrænn Hákon - Sanitas / CD
Beschreibung
Stafrænn Hákon gefur út sína sjöttu breiðskífu á vegum Kimi Records.
Platan ber nafnið Sanitas og hefur að geyma 12 ný lög úr smiðju Ólafs Josephssonar og samstarfsmanna hans. Platan kemur einnig út í Bandaríkjunum á vegum Darla Records og í Asíu á vegum Happy Prince.
Sanitas er full af grípandi og seiðandi melódíum sem fanga hlustendann svipað og þegar svangur reiður emúi fangar bráð sína. Stafrænn hefur með þessari skífu fært sig töluvert frá hljóðheimi síðustu afurða og hallast meira að þyngri hljóðheimi og popp skotnum lagasmíðum.
Lagasmíðarnar eru því orðnar beittari og sveimkenndur hljóðheimurinn hefur verið þynntur upp með þungum gítartónum og útpældum trommuslögum.
Ólafur Josephsson hefur búið undanfarin ár í Danmörku en hefur nú flutt sig um sett til Íslands. Því má gera ráð fyrir að Stafrænn Hákon verðari tíður gestur á tónleikastöðum landsins á næstu misserum.