Ósjálfrátt / Auður Jónsdóttir

Only available in Icelandic

Viltu ekki fara frá þessum manni? Setningin skellur á hlustunum; hún heyrir hvað amma segir en hverju á hún að svara? Ef þér er alveg fyrirmunað að hugsa um sjálfa þig, viltu þá gera það fyrir mig að hugsa um skáldsöguna þína?

Dag einn vaknar Eyja í sjávarþorpi vestur á landi, nýgift drykkfelldum karli sem er tuttugu árum eldri en hún. Þau búa á rauðu svæði, örfáum skrefum frá rústunum þar sem snjóflóð féll skömmu áður og hreif með sér nítján mannslíf.

Röskar konur taka höndum saman til að koma ungu konunni frá eiginmanninum og í annað land, í samfloti með skíðadrottningu sem á ekki til orðið uppgjöf í orðaforða sínum. Löngu síðar skrifar Eyja sig aftur á sama stað til að reyna að skilja fortíðina, skáldskapinn í lífinu, fjölskyldu sína og þýðingu þess að vera skáldkona.

En fyrst og fremst allar sögurnar sem lífið gefur okkur og sem við megum ekki láta gleymast.

Auður Jónsdóttir er meðal fremstu höfunda sem nú skrifa á íslensku. Hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Fólkið í kjallaranum en sú bók var einnig tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Alls hafa fjórar bækur Auðar verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

„Þetta er dúndurskemmtileg bók um mjög skemmtilegt fólk.”
Egill Helgason / Kiljan

„Hún gerir þetta afskaplega vel – hvernig hún stillir saman skáldskapnum og veruleikanum þannig að hún er eiginlega að lifa bókina um leið og hún skrifar hana. Það er mjög vel gert.”
Eiríkur Guðmundsson / Kiljan

„Auður er mikill húmoristi – þetta er mjög fyndin bók á köflum, hún er líka kaldhæðin og svo er hún afskaplega lýrísk … Þetta er þroskaðasta verk Auðar og áreiðanlega hápunkturinn á skáldferli hennar hingað til.”
Fríða Björk Ingvarsdóttir / Kiljan

„Þetta er dásamleg þroskasaga ungrar konu. Tjikklitt út frá tilvistarstefnu, segir í bókinni, en réttara væri að segja að svona eigi kvennabókmenntir að vera. Fullar af húmor, umburðarlyndi, hlýju og misbreyskum en yndislegum konum.“
Steingerður Steinarsdóttir / Vikan


$67.00 $60.36
Availability: In stock
SKU
3155

Only available in Icelandic

Viltu ekki fara frá þessum manni? Setningin skellur á hlustunum; hún heyrir hvað amma segir en hverju á hún að svara? Ef þér er alveg fyrirmunað að hugsa um sjálfa þig, viltu þá gera það fyrir mig að hugsa um skáldsöguna þína?

Dag einn vaknar Eyja í sjávarþorpi vestur á landi, nýgift drykkfelldum karli sem er tuttugu árum eldri en hún. Þau búa á rauðu svæði, örfáum skrefum frá rústunum þar sem snjóflóð féll skömmu áður og hreif með sér nítján mannslíf.

Röskar konur taka höndum saman til að koma ungu konunni frá eiginmanninum og í annað land, í samfloti með skíðadrottningu sem á ekki til orðið uppgjöf í orðaforða sínum. Löngu síðar skrifar Eyja sig aftur á sama stað til að reyna að skilja fortíðina, skáldskapinn í lífinu, fjölskyldu sína og þýðingu þess að vera skáldkona.

En fyrst og fremst allar sögurnar sem lífið gefur okkur og sem við megum ekki láta gleymast.

Auður Jónsdóttir er meðal fremstu höfunda sem nú skrifa á íslensku. Hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Fólkið í kjallaranum en sú bók var einnig tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Alls hafa fjórar bækur Auðar verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

„Þetta er dúndurskemmtileg bók um mjög skemmtilegt fólk.”
Egill Helgason / Kiljan

„Hún gerir þetta afskaplega vel – hvernig hún stillir saman skáldskapnum og veruleikanum þannig að hún er eiginlega að lifa bókina um leið og hún skrifar hana. Það er mjög vel gert.”
Eiríkur Guðmundsson / Kiljan

„Auður er mikill húmoristi – þetta er mjög fyndin bók á köflum, hún er líka kaldhæðin og svo er hún afskaplega lýrísk … Þetta er þroskaðasta verk Auðar og áreiðanlega hápunkturinn á skáldferli hennar hingað til.”
Fríða Björk Ingvarsdóttir / Kiljan

„Þetta er dásamleg þroskasaga ungrar konu. Tjikklitt út frá tilvistarstefnu, segir í bókinni, en réttara væri að segja að svona eigi kvennabókmenntir að vera. Fullar af húmor, umburðarlyndi, hlýju og misbreyskum en yndislegum konum.“
Steingerður Steinarsdóttir / Vikan


More Information
Manufacturer JPV / Forlagið
Write Your Own Review
You're reviewing:Ósjálfrátt / Auður Jónsdóttir
Your Rating
Sold By
Eymundsson
0 / 5
0% positive feedback (0 ratings)
Price :
 (0/5)
Value :
 (0/5)
Quality :
 (0/5)